BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Norski framherjinn Benjamin Stokke til Breiðabliks

03.03.2024 image

Norski framherjinn Benjamin Stokke ákvað að semja við Breiðablik í eftir að samningurinn hans við Kristiansund rann út um síðustu áramót. Leikmaðurinn fékk tilboð frá nokkrum erlendum félögum en ákvað að lokum að semja við Breiðablik út árið 2024. 

Benjamin, sem kom til landsins í gær, stóðst læknisskoðun í morgun og nú er allt klappað og klárt. Mögulega sjáum við framherjann í grænu Breiðablikstreyjunni í leiknum gegn Keflavík á fimmtudaginn - í leik sem Blikar verða að vinna til að komast í undanúrslit Lengjubikarsins gegn Þór Ak 13. mars. 

Benjamin var markahæstur hjá Kristiansund í norsku OBOS deildinni á síðustu leiktíð. Hér má sjá öll mörkin 16 sem hann skoraði í 30 leikjum:  

Ferill

Benjamin Stokke, fæddur 20. ágúst 1990, kom til FK Tønsberg frá Eik-Tønsberg fyrir tímabilið 2009. Hann átti gott tímabil með Eik-Tønsberg 2008 og fékk í kjölfarið nokkur tilboð, þar á meðal frá Hønefoss.

Í febrúar 2011 gerir Benjamin tveggja ára samning við Sandefjord. 

Árið 2012 skrifar Benjamin undir samning við Mjøndalen. 

Í nóvember 2016 söðlaði hann um og skrifaði undir tveggja ára samning við Kristiansund.

Í félagaskiptaglugganum 2018 fór Benjamin frá Kristiansund til Randers FC.

Í júní 2020 samdi Benjamin við Vålerenga til ársins 2020. 

Í mars 2021 skrifaði hann undir samning við Mjøndalen til ársins 2022. 

Í febrúar 2023 er Benjamin aftur kominn til Kristiansund og varð markahæsti leikmaður OBOS deildarinnar í fyrra og valinn í lið ársins af Dagbladed Sporten. 

Vertu hjartanlega velkominn í Kópavoginn Benjamin.

-PÓÁ

Til baka