BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deild karla. Úrslitakeppni 2022: Breiðablik - KR

13.10.2022 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Í pistli dagsins ...

Tuttugasti og fimmti leikur okkar manna í Bestu karla 2022 er Varðarleikur > Yfirlit 22 leikja > Úrslitakeppnin er hafin > Blikar Íslandsmeistarar með 11 stiga forskot á næstu lið > Fáum KR í heimsókn á Kópavogsvöll > Miðasala á Stubbur > Kópacabana blæs til veislu > Sagan: 72 mótsleikir > Blikahópurinn 2022 > SpáBliki leiksins er Herra Hnetusmjör > Dagskráin fyrir leik > Gefðu kost á þér í blikar.is liðið!

Punktar í lok venjulegs móts

Breiðablik var lang efst í Bestu deildinni eftir venjulegt 22 leikja mót – með 51 stig og 8 stiga forskot á Víking R. og KA í 2. og 3. sæti.

Annað árið í röð skora Blikamenn 55 mörk í 22 leikjum í deildinni.

Liðið bætti fyrra stigamet (2021) um 4 stig - endar með 51 stig.

Félög sem hafa náð 50+ stigum í 22 leikjum frá 2008 eru: KR 2013, 2019 og Stjarnan 2014 52 stig. FH 2009 og Breiðablik 2022 51 stig. Valur 2017 50 stig. 

Blikar voru taplausir í deild á heimavelli allt sumarið og hafa ekki tapað í 22 leikjum í deild í röð (21 sigur og 1 jafntefli) með markatöluna 66:12 í þessum 22 leikjum.

Blikaliðið vann alla heimaleikina í fyrra, nema fyrsta leik, með markatöluna 32:3. Í sumar sigraði liðið í 10 heimaleikjum í deild og gerði 1 jafntefli með markatöluna 34:9.

Alls skoraði Blikaliðið 98 mörk í 42 mótsleikjum á árinu 2022. Mörkin skiptast svona milli móta: Efsta Deild (22 leikir) 55 mörk, Mjólkurbikarinn 10 mörk, Sambandsdeild UEFA 9 mörk, Lengjubikarinn 13 mörk, FótboltaNet mót 11 mörk. Þegar þetta er ritað er Breiðabliksliðið búið að skora 5 mörk í úrslitakeppninni 2022.

Þrír leikmenn meistarflokks eru með yfir 90% spilaðar mínútur í deildinni: Anton Ari Einarsson 22 leikir 100% mínútur. Höskuldur Gunnlaugsson 22 leikir 99% mínútur og 5 mörk. Viktor Örn Margeirsson 20 leikir 91% mínútur og 1 mark.

Þrír markahæstu í 22 leikjum sumarið 2022: Ísak Snær Þorvaldsson með 13 mörk. Jason Daði Svanþórsson með 9 mörk og Kristinn Steindórsson með 6 mörk.

Breiðablik skráði sig svo á spjöld sögunnar þegar sigur vannst á gestaliðinu í lok júní. Leikurinn var sextándi heima­sig­ur okkar manna í röð í efstu deild. Með sigrinum sló Blikaliðið 23 ára met sem ÍBV. Eyjamenn unnu 15 heimaleiki í röð á Hásteinsvelli á árunum 1997 til 1999 og hafa átt metið síðan, eða þar til Blikar jöfnuðu það í sigurleik gegn KA um miðjan júní.

image

Ítarleg tölfræði og yfirlit allra móta ársins 2022 má finna Hér

ÚRSLITAKEPPNIN 2022

Þegar úrslit í leik Stjörnunar og Reykjavíkur Víkinga lágu fyrir var ljóst að ekkert lið gæti náð Blikum að stigum þrátt fyrir að þrjár umferðir séu eftir af úrslitakeppninni. Blikaliðið er komið með 11 stiga forskot þannig að sigurinn er svo sannarlega verðskuldaður. Það var því fagnað vel og innilega í stúkunni á Kópavogsvelli í leikslok.

image

Myndir: Diego

Blikaliðið er hins vegar alls ekki hætt. Enn eru þrír leikir eftir sem á að vinna - gegn KR, Val og Víkingi.

Næsta verkefni er slagur við KR á Kópavogsvelli á laugardaginn kl.19.15!

Stefnt er að því fylla völlinn þannig að Blikar nær og fjær geti fagnað þessum glæsilega Íslandsmeistaratitli!

Fólk er hvatt til að ganga, nota almenningssamgöngur eða aðra kosti í samgöngum.

Fyrir þá sem koma á bíl þá bendum við á að bílastæði eru þar sem grænu hringirnir eru.

image

Græna stofan og grillið opnar um klukkutíma fyrir leik. Börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni.

Um er að ræða Varðarleik - Vörður tryggingar býður upp á fjölskyldustemmningu fyrir leik og verður með glaðning fyrir unga Blika við nýju stúkuna fyrir leik. 

Miðasala á Stubbur app: Stubbur Gera má ráð fyrir miklum fjölda og við hvetjum fólk til að mæta snemma og tryggja sér miða tímanlega.

Kópacabana blæs til allsherjar veislu á laugardag! Stuðningssveitin ásamt Breiðabliki og Blikaklúbbnum ætla að hita upp fyrir leikinn í salnum á 2. hæðinni í Smáranum kl.16:00. Sveitin hvetur alla Blika til að gera sér glaðan dag og taka daginn með þeim snemma. Kópacabana menn verða svo í gömlu stúkunni á leiknum gegn KR. Þar verður 18 ára aldurstakmark en skráning og nánari upplýsingar er hægt að finna á þessum link hérna.

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Staðan eftir 24 umferðir - Blikar með 11 stiga forskot á næstu lið:

image

Sagan & tölfræði

Innbyrðis leikir KR og Breiðabliks í efstu deild frá upphafi eru 72.

KR-ingar hafa vinninginn með 33 sigra gegn 17 sigrum Breiðabliks. Jafnteflin eru 22. 

Eftir að Blikaliðið kom upp árið 2006 hafa liðin mæst 17 sinnum í efstu deild í Kópavoginum. Tölfræðin fellur með gestaliðinu sem hefur unnið 8 viðureignir gegn 6 sigrum okkar manna, jafnteflin eru 3. 

Fyrsti heimaleikur okkar manna í Pepsi MAX 2021 var gegn KR. Leikar fóru þannig að KR vann leikinn 0:2. Mjög súrt tap sem lagðist illa í menn - bæði stuðningsfólk og leikmenn enda þessi mikilvægi leikur fyrsti tapleikur liðsins í langan tíma. Í stuttu máli, meistarflokkur karla hefur ekki tapað heimaleiki á Kópavogsvelli síðan. Leikir Blika á Kópavogsvelli í röð án taps eru 22: 21 sigurleikur og 1 jafntefli.

Viðureign liðanna á laugardaginn verður sú þriðja á árinu og önnur á Kópavogsvelli.

Fyrri tveir leikirnir eru:

Esjuferð Grýlu – ef hún var þá til

Fjölmiðlar spurðu fyrir leik kvöldsins á Kópavogsvelli hvort Blikar myndu kveða KR-Grýluna í kútinn. Síðasta liðið til að vinna Breiðablik í Smáranum var einmitt gamla Vesturbæjarstórveldið. Það var eftirminnilegur leikur í fyrra – en miður skemmtilegur. Þá mættu KR-ingar okkar mönnum af hörku og gáfu þeim engin færi á að spila sinn leik. Staðan var orðin 2-0 áður en við var litið. Í fyrri leik liðanna í Bestu deildinni í vor unnu okkar menn frægan sigur á svokölluðum Meistaravöllum. Þar spiluðu þeir allt öðruvísi en þeir eru vanir. Á hverju máttum við eiga von í kvöld? Léttleikandi Blikum eða varfærnum varnarleik? Var Grýla enn á kreiki? Eða var hún kannski aldrei til? >>>

PMÓ

Eins og svart og hvítt – þetta græna

Það var svalur andvari sem bar grilllyktina yfir knattspyrnuvöllinn við Frostskjól í kvöld, þennan völl með grasi með lykt, sem heimamenn höfðu loksins í hitteðfyrra vit á að kenna við götuna norðan við völlinn frekar en sunnan við. Meistaravellir voru vettvangur tilraunar Breiðabliks til að vinna KR í fyrsta skipti frá 2018 og í fyrsta skipti þarna vestur frá í áratug.

Og þetta var svolítið eins og svart og hvítt, munurinn á leikstíl Breiðabliks í fyrsta leiknum og þessum í kvöld og svo á fyrri hálfleiknum og seinni hálfleiknum. Eins og svart og hvítt – en endaði grænt >>>

Eiríkur Hjálmarsson 

Blikahópurinn er Íslandsmeistari 2022

Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. 

Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. 

Ólafur Pétursson er markmannsþjálfari liðsins. Ólafur hefur starfað sem markmannsþjálfari hjá Breiðabliki frá árinu 2005. 

Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. 

Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu.

Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar meistaraflokks karla.

image

Þrír í núverandi leikmannahópi Blika eru Íslandsmeistarar með Breiðabliki í annað sinn. 

Snillingarnir Andri Rafn Yeoman (401 leikir / 22 mörk), Elfar Freyr Helgason (302 leikir / 11 mörk) og Kristinn Steindórsson (224 leikir / 76 mörk) voru allir leikmenn Breiðabliks þegar liðið tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn árið 2010. 

Hér eru þeir félagar eftir lokaleik Íslandsmótsins 2010:

image

Stuðningsmaðurinn

Spábliki 24. umferðar gaf út bók. Ef þið viljið ævisöguna er hana þar að finna.

HERRA HNETUSMJÖR - HVERNIG FER LEIKURINN?

Titillinn er kominn í hús. Ég spái því að skrákarnir nýti þá staðreynd og spili vígalegan bolta gegn KR og jarði þá 5-0.

BREIÐA BREIÐA BREIÐA

Kópavogskveðja Herra Hnetusmjör

Sló í gegn eins og karate

Rúlla djúpt

Ég tek alla með

Bærinn og ég það er sama sem

Og ég man ekki hvernig það að tapa er ég

Er með keðju undir treyjunni

Og með pening í teyjunni

Fyrirliði fyrir liðið mitt

Ég er bærinn

Ég er Breiðablik ... allur textinn hér

image

Herra Hnetusmjör er SpáBlik leiksins.

Dagskrá

Stefnt er að því fylla völlinn þannig að Blikar nær og fjær geti fagnað þessum glæsilega Íslandsmeistaratitli!

Græna stofan og grillið opnar um klukkutíma fyrir leik. Börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni.

Miðasala á Stubbur app: Stubbur Gera má ráð fyrir miklum fjölda og við hvetjum fólk til að mæta snemma og tryggja sér miða tímanlega.

Um er að ræða Varðarleik - Vörður tryggingar býður upp á fjölskyldustemmningu fyrir leik og verður með glaðning fyrir unga Blika við nýju stúkuna fyrir leik.

Fólk er hvatt til að ganga, nota almenningssamgöngur eða aðra kosti í samgöngum.

Fyrir þá sem koma á bíl þá bendum við á að bílastæði eru þar sem grænu hringirnir eru (sjá mynd ofar)

Kópacabana blæs til allsherjar veislu á laugardag! Stuðningssveitin ásamt Breiðabliki og Blikaklúbbnum ætla að hita upp fyrir leikinn í salnum á 2. hæðinni í Smáranum kl.16:00. Sveitin hvetur alla Blika til að gera sér glaðan dag og taka daginn með þeim snemma. Kópacabana menn verða svo í gömlu stúkunni á leiknum gegn KR. Þar verður 18 ára aldurstakmark en skráning og nánari upplýsingar er hægt að finna á þessum link hérna.

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Flautað verður til leiks kl.19:15!

Áfram Breiðablik, alltaf - alls staðar!

Ps. Laugardaginn 29 október verður svo risa sigurhátíð með þar sem titilinn fer á loft! Fjölskylduhátíð yfir daginn og fögnuður um kvöldið í Smáranum þar sem frítt er inn og öllum boðið sem hafa aldur til.

Í boði BlikarTV: Klippur frá leik liðanna á Kópavogsvelli 20. júní:

Gefðu kost á þér í Blikar.is liðið

Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að setja inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum blikar.is

Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum. Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is

Miðlarnir eru:

www.blikar.is og www.blikar.is/kvk

Blikar.is á Facebook 

Blikar_is á Twitter

Blikar_is á Instagram

Blikahornið á Soundcloud

Nánar um Blikar.is hér og hér

image

Til baka