BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir með 3 ára samning

11.12.2016

Breiðablik og Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir hafa skrifað undir þriggja ára samning.

Valdís Björg sem er fædd 2000 er hægri fótar hafsent sem hefur leikið í yngri flokkum félagsins frá blautu barnsbeini. Hún hefur spilað með Augnabliki í fyrstu deildinni undanfarin tvo ár og vann sér inn byrjunarliðssæti þar í sumar.  Valdís hefur alls leikið 20 leiki í meistaraflokki og skorað 2 mörk. Valdís er yfirveguð og les leikinn vel og býr yfir hættulegum fót í föstum leikatriðum.

Valdís er í U17 landsliði Íslands þar sem hún hefur  leikið 8 landsleiki. Blikar óska Valdísi Björg til hamingju með samninginn og hlakka til að fylgjast með  henni í framtíðinni.

Til baka