BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þrír Blikar í landsliðshópnum gegn Slóveníu

06.04.2018

Þrír leikmenn Breiðabliks eru nú með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem í dag mætir Slóveníu á útivelli í undankeppni heimsmeistaramótsins 2019.

Blikarnir þrír í hópnum eru þær Agla María Albertsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir.

Auk þeirra eru í hópnum Fanndís Friðriksdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir sem allar fóru frá Blikum í atvinnumennsku.

Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 15 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Til baka