BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þorsteinn þjálfar Blikastelpur áfram

11.10.2017

Breiðablik og Þorsteinn Halldórsson hafa framlengt samning Þorsteins við félagið um þjálfun meistaraflokks kvenna.  Samningurinn gildir út tímabilið 2019. 

Þorsteinn tók við þjálfun Blikastelpna haustið 2014  og skilaði Íslandsmeistaratitli á sínu fyrsta keppnistímabili (2015)  árið eftir unnu Blikar síðan Bikarkeppnina, lentu í öðru sæti á Íslandsmótinu  og komust í 32 liða úrslit meistaradeildar Evrópu þar sem þær þurftu að játa sig sigraðar gegn stórliði Rosengard í tveimur leikjum með minnsta mun.  Í ár hafnaði Blikaliðið í öðru sæti á Íslandsmótinu. Auk þessa hefur liðið unnið meistarar meistarana tvisvar sinnum (2016 og 2017)  og endað í öðru sæti í Lengjubikar öll árin.

Mikil ánægja hefur verið með störf Þorsteins og hlakkar félagið mjög til áframhaldandi samstarfs.

Til baka