BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sonný Lára skrifar undir nýjan samning

11.12.2017
Besti markvörður Íslands, Sonný Lára Þráinsdóttir, hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik.  Sonný kom til félagsins árið 2014  og hefur átt stóran þátt í þeim titlum sem liðið hefur unnið síðan þá. Öll árin sem hún hefur spilað fyrir okkur Blika hefur hún fengið lang fæst mörk á sig í deildinni en á þessum þremur árum hefur hún einungis fengið á sig 22 mörk! Samtals!   Alls hefur Sonný leikið 125 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.  Þá hefur Sonný verið í Íslenska landsliðshópnum nánast frá því að hún gekk til liðs við okkur.
 
Við óskum Stuðningsmönnum og Sonný hjartanlega til hamingju með samninginn og hlökkum til næstu ára með þennan klett í markinu.

Til baka