BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sonný Lára framlengir!

01.04.2019

Landsliðsmarkvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu tveggja ára.

Sonný Lára hefur verið einn mikilvægasti leikmaður Blika í mörg ár, en hún kom til félagsins frá Fjölni árið 2014. Síðan þá hefur hún lokað rammanum í Kópavoginum og spilað alls 164 leiki fyrir liðið.

Sonný Lára hefur verið fastamaður í hópnum hjá A-landsliðinu í mörg ár og stóð meðal annars í marki Íslands nú fyrr í mánuðinum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Þá er hún á leið til Suður-Kóreu í dag þar sem landsliðið mætir heimakonum í vináttuleikjum.

Blikar lögðu mikla áherslu á að halda Sonný hjá félaginu, enda er mikilvægi hennar og reynsla afskaplega dýrmætt fyrir liðið

Til baka