BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen framlengir.

17.11.2017
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára.  Sólveig er fædd árið 2000 og er enn aðeins 16 ára en hefur nú þegar komið við sögu í 17 leikjum hjá meistaraflokki Breiðabliks.  Hún lék 13 leiki í sumar og skoraði sitt fyrsta mark með eftirminnilegum hætti gegn KR í Frostaskjóli í lok ágúst.  Árin 2015 og 2016 var hún að mestu leyti að spila með Augnabliki þar sem hún lék 18 leiki og skoraði 9 mörk.
Sólveig á 15 leiki með U17 og var í haust valin í U19 landslið Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Sólveig lét ekki þar við sitja því hún var nú í nóvember valin í U23 ára landslið Íslands.  
Blikar eru mjög spenntir að fylgjast með Sólveigu vaxta og dafna í græna búningnum og óskum henni og félaginu til hamingju með samninginn.

Til baka