BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sóley María Steinarsdóttir gengur til liðs við Breiðablik

22.01.2019

Sóley María Steinarsdóttir gengur til liðs við Breiðablik

Sóley María Steinarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik. Sóley María kemur frá Þrótti R. þar sem hún er uppalin. Sóley er fædd árið 2000 og leikur oftast í stöðu miðvarðar. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur töluverða reynslu í meistaraflokki þar sem hún hefur þegar leikið 52 leiki fyrir meistaraflokk Þróttar og skorað í þeim 4 mörk.

Fyrstu leikina í meistaraflokki spilaði Sóley á fimmtánda aldursári þegar hún lék þrjá leiki í Pepsi deild kvenna árið 2015 með Þrótti. Í sumar var hún í lykilhlutverki hjá Þrótti í Inkasso-deildinni og var í lok tímabils valin í lið ársins af leikmönnum og þjálfurum liðanna í deildinni. Sóley var valin íþróttamaður Þróttar árið 2018.

Sóley hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og á að baki 21 unglingalandsleik. Þar af 11 leiki með U17 og 10 leiki með U19.

Sóley María bætist í hinn unga en mjög öfluga meistaraflokkshóp félagsins og verður spennandi að fylgjast með henni á næstu misserum. Við bjóðum Sóleyju Maríu velkomna í Breiðablik 

Til baka