BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Selma Sól Magnúsdóttir framlengir við Blika

08.11.2017

Selma Sól Magnúsdóttir hefur gert nýjan samning við Breiðablik.  Samningurinn gildir út tímabilið 2020.  Selma er 19 ára gömul en hún var einungis 15 ára þegar hún spilaði sinn fyrsta leik með Breiðablik í Pepsí deildinni árið 2013.  Hún hefur nú þegar spilað 61 leik með meistaraflokki félagsins og skorað í þeim leikjum 6 mörk.  Hún hefur leikið í öllum yngri landsliðum Íslands og var nýverið kölluð inn í A landsliðshóp og verður þess væntanlega ekki lengi að bíða að hún fái tækifærið þar. 

Til hamingju Selma Sól og til hamingju Breiðablik.    

Til baka