BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Olivia Chance í Breiðablik

19.07.2016

Breiðablik hefur samið við nýsjálenska leikmanninn Oliviu Chance um að leika með liðinu út leiktíðina. Olivia hefur undanfarið spilað með South Florida Bulls í Bandaríska háskólaboltanum við góðan orðstý. Í heimalandinu spilaði hún fyrir Claudelands Rovers, en hún á einnig fjölda landsleikja með unglingaliðum Nýja Sjálands og A-landsliði.

Olivia hefur æft með Blikum frá því í byrjun júlí og er lögleg með liðinu í stórleiknum á Kópavogsvelli í kvöld gegn Val.

Í júli hverfa nokkrir lykilmenn Blika til náms í Bandaríkjunum og er Olivia því kærkomin viðbót í hópinn fyrir átökin sem framundan eru.

Bjóðum Oliviu hjartanlega velkomna í Kópavoginn

Til baka