BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Nágrannaslagur hjá Blikum!

15.05.2018

Blikastelpurnar eru í eldlínunni í kvöld þegar liðið heimsækir HK/Víking í Kórinn í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar. Þetta er fyrsti nágrannaslagur liðanna í Pepsi-deildinni í fimm ár!

Síðast þegar HK/Víkingur var í efstu deild, sumarið 2013, unnu Blikar heimaleikinn 3:0. Það var hins vegar töluvert meiri spenna í útileiknum sem fór 4:3 fyrir Blika, svo tölfræðin lofar mörkum í kvöld.

Engin ástæða til þess að láta veðrið stoppa sig, enda hlýtt í Kórnum.

Hvetjum alla til að styðja við bakið á Blikastelpunum okkar sem hafa byrjað tímabilið með glæsibrag.

Áfram Breiðablik!

IAG

Til baka