BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

María Björg Fjölnisdóttir með 3 ára samning

19.12.2016

Breiðablik hefur samið við Maríu Björg Fjölnisdóttur til þriggja áraMaría er öflugur leikmaður fædd árið 2000, hún er hægri fótar miðjumaður sem einnig getur spilað í vörn.

María hefur leikið 10 landsleiki fyrir U17 auk þess sem hún hefur leikið með meistaraflokki Augnabliks undanfarin tvö ár, hún vann sér inn byrjunarliðssæti þar í sumar. 

María er mjög vinnusöm og öflugur stjórnandi á vellinum.

Blikar óska Maríu til hamingju með samninginn og vonanst eftir að hún blómstri í græna búningnum á komandi árum.

Til baka