BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Leitum að fólki til að taka þátt í frábærum félagsskap

27.02.2017

Langar þig að taka þátt í frábærum félagsskap?

 

Meistaraflokksráð kvenna hjá Breiðablik leitar að áhugasömum einstaklingum til að koma að starfinu og hjálpa til við að viðhalda félaginu á toppnum þar sem það hefur verið frá upphafi. Þetta getur verið allt frá þátttöku í einstökum verkefnum eða sem fulltrúar í meistaraflokksráði kvenna.  Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg:

 

·         Skipulag og aðbúnaður á heimaleikjum

·         Skipulag og umsjón viðburða tendum flokknum

·         Taka þátt í að auglýsa leiki og skrifa um leiki

·         Sjá um samfélagsmiðla vegna mfl. kvenna

·         Aðstoða við fjáraflanir

·         Og svo framvegis….

Þeir sem vilja leggja okkur lið á einn eða annan hátt eru beðnir um að hafa samband við formann ráðsins Halldór Arnarsson í síma 695-4686 eða með því að senda póst á halldor@bakland.is

 

Koma svo, margar hendur vinna létt verk.

Til baka