BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristín Dís Framlengir

09.11.2017

Kristín Dís Árnadóttir hefur gert nýjan þriggja ára samning við Breiðablik.  Kristín Dís hefur leikið 34 leiki fyrir meistaflokk félagsins og skoraði sitt fyrsta mark í lokaleiknum í haust.  Auk þess hefur Kristín Dís spilað 14 leiki fyrir Augnablik og 4 með Fylki þar sem hún var á láni fyrrihluta 2016 tímabilsins.  Þá hefur Kristín leikið 24 landsleiki með U17 og U19 og er enn að bæta við þar.  Hlutverk Kristínar Dísar hefur farið stöðugt vaxtandi í Blikaliðinu á síðustu misserum og erum við Blikar spenntir að fylgjast með henni halda áfram á þeirri vegferð með okkur næstu árin.

Það eru spennandi tímar framundan í Kópavoginum, Til hamingju Kristín Dís og Breiðablik.  

Til baka