BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gengur í raðir Blika

27.10.2017

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gengur í raðir Blika

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik. Karólína er mikið efni sem hefur leikið með FH frá upphafi síns ferils. Karólína er aðeins 16 ára gömul en á samt sem áður 30 mótsleiki í meistaraflokki þar sem hún hefur gert 4 mörk. Karólína hefur leikið 20 U17 landsleiki og skorað þar 5 mörk.

Það er mikil ánægja í Kópavoginum með þennan nýjasta liðsauka og bjóðum við Karólínu Leu hjartanlega velkomna í grænu treyjuna og óskum henni velfarnaðar hjá okkur á komandi árum.

Til baka