BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hildur Antonsdóttir í Breiðablik

28.07.2016

Hildur Antonsdóttir hefur gengið til liðs við Breiðablik en hún kemur til félagsins frá Val. 
Hildur er tvítugur miðjumaður. 
Hún hætti í Val á dögunum líkt og systir hennar Heiða Dröfn en hún gekk í gær til liðs við HK/Víking. 
Hildur hefur leikið með meistaraflokki Vals frá því árið 2011 en hún á einnig fjölda yngri landsleikja að baki.

Hún mun hjálpa okkur Blikum í titilbaráttunni í Pepsi-deildinni og einnig í bikarúrslitum gegn ÍBV í næsta mánuði.

Við bjóðum Hildi velkomna í Breiðablik.

Til baka