BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hildur Antons framlengir

24.12.2018

Hildur Antonsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára.

Hildur er 23 ára gömul og gekk í raðir Blika frá Val árið 2016. Hún hefur síðan þá spilað 55 leiki með meistaraflokki og skorað 7 mörk.  Hildur var lánuð til HK/Víkings fyrri part síðasta sumars en kom svo sterk inn í Blikaliðið seinni hluta tímabilsins og hjálpaði liðinu að vinna Íslands- og bikarmeistaratitilinn.

Hildur á einnig að baki 40 leiki með yngri landsliðum Íslands og skoraði í þeim 7 mörk. Blikar eru hæstánægðir með að halda Hildi hjá félaginu enda hefur hún gegnt mikilvægu hlutverki hjá liðinu.

Til baka