BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Heiðdís Lillýar framlengir

19.11.2018

Heiðdís Lillýardóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er hún nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára.

Heiðdís er 22 ára gömul og byrjaði ferilinn með Hetti á Egilsstöðum. Hún spilaði sem framherji í yngri flokkum og býr yfir miklum hraða, en hún hefur fest sig í sessi sem miðvörður síðan þá. Hún kom til Breiðabliks haustið 2016 eftir að hafa spilað í tvö ár með Selfossi, 37 leiki í deild og bikar. Heiðdís hefur spilað stórt hlutverk í sterkri vörn Breiðabliks og vakið athygli fyrir framgöngu sína í þeim 57 leikjum sem hún á að baki fyrir félagið. Að auki hefur hún skorað eitt mark.

Heiðdís á að baki 19 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og skoraði í þeim tvö mörk. Þá var hún jafnframt valin í æfingahóp A landsliðsins sem kom saman um síðustu helgi undir stjórn nýs landsliðsþjálfara.

Blikar eru hæstánægðir með nýjan samning við Heiðdísi og vonast til að hún haldi áfram að blómstra hjá félaginu okkar 

Til baka