BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Heiðdís í Breiðablik

02.11.2016

Ágætu Blikar, meistaraflokkur kvenna fékk í dag góðan liðsstyrk þegar varnarmaðurinn öflugi Heiðdís Sigurjónsdóttir úr Selfossliðinu skrifaði undir 3 ára samning við Breiðabliksliðið. Heiðdís sem er 20 ára gömul hefur undanfarin tvö ár spilað með Selfossi í Pepsí-deildinni en hún er alin upp hjá Hetti á Egilsstöðum. Heiðdís á að baki 19 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og skoraði í þeim tvö mörk. Með Selfossi spilaði hún 37 leiki í deild og bikar.

Heiðdís er mjög fljót og spilaði sem framherji í yngri flokkunum. En undanfarin ár hefur hún oftast spilað sem miðvörður. Blikar bjóða Heiðdísi velkomna í Breiðablik og vonast til að hún nái að blómstra með okkur. Meistaraflokkur kvenna hefur æfingar á nýjan leik laugardaginn 12. nóvember n.k.

Til baka