BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hallbera til Djurgården

10.12.2016

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Djurgården í Svíþjóð hafa komist að samkomulagi um vistaskipti Hallberu Guðnýjar Gísladóttur.

Hallbera, sem er þrítug, hefur leikið 57 leiki með Breiðablik og skorað í þeim leikjum 2 mörk.
Hún hefur verið lykilleikmaður liðsins síðastliðin tvö tímabil og var m.a. valin besti leikmaður kvennaliðsins á lokahófi félagsins í haust en með Breiðablik varð hún bæði bikarmeistari (2016) og Íslandsmeistari (2015) með liðinu.

Hallbera bætist nú í þann stóra hóp af knattspyrnukonum og körlum sem halda í atvinnumennskuna frá Breiðablik.

Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Hallberu kærlega fyrir hennar framlag til félagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum slóðum.

Til baka