BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Guðrún Gyða Haralz framlengir

29.11.2017
Guðrún Gyða Haralz hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir til þriggja ára.
 
Guðrún Gyða er fædd árið 1999 og hefur leikið 19 leiki með Blikum og skorað í þeim 3 mörk.   Hún spilaði auk þess með Augnabliki 2015 og 2016 og fyrrihluta sumars 2017 var hún á láni hjá KR  þar sem hún lék 5 leiki.
Guðrún Gyða hefur spilað 20 landsleiki með U17 og U19 landsliðum Íslands og skorað 13 mörk í þeim leikjum.
 
Blikar fagna þessum tíðindum og óska Guðrúnu Gyðu innilega til hamingju með samninginn.

Til baka