BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Guðrún gerir nýjan 3 ára samning

05.01.2017

Varnarmaðurinn snjalli Guðrún Arnardóttir hefur gert nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Guðrún sem er 21 ára gömul hefur spilað 122 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks og skorað í þeim 10 mörk.

Hún hóf meistaraflokksferil sinn á Selfossi en kom til okkar Blika árið 2012. Hún hefur átt fast sæti í Blikaliðinu síðan enda er hún gríðarlega öflugur varnarmaður. Guðrún á að baki 31 landsleik með yngri landsliðum Íslands og 4 með A-landsliði Íslands.

Hún stundar nú háskólanám í Bandaríkjunum en kemur fersk til leiks í vor með Blikaliðinu.

Blikar fagna þessum samningi enda er þessi öflugi varnarmaður mikilvægur hlekkur í uppbyggingu Blikaliðsins á komandi árum.

Til baka