BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fjolla Shala valin í landslið Kosovo

23.11.2017
Fjolla Shala hefur verið valin í hið nýstofnaða landslið Kosovo.  Fjolla, hefur spilað í gengum yngri landslið Íslands og á samtals 31 leik með þeim þar af 19 leiki með U19 landsliðinu. Fjolla var reglulega fyrirliði U19 landsliðs Íslands.  Hún hefur hins vegar ekki leikið A-landsleik fyrir Ísland og er því gjaldgeng með Landsliði Kósovo.  Fjolla mun spila vináttuleik með Kosovo á móti Svartfjallalandi og fer leikurinn fram á ólympíuleikvanginum í Mitrovica þann 26 nóvember.
Landslið Kosovo var samþykkt af UEFA árið 2016  og tók þátt í fyrsta sinn í opinberri keppni þegar þær tóku þátt í forriðlum undankeppni fyrir HM í Frakklandi 2019.  Þar höfðu þær ekki erindi sem erfiði en það er ljóst að liðið stefnir hærra.  Í landsliðshópnum sem nú kemur saman eru 8 leikmenn sem leika utan heimalandsins.  Fjolla á án nokkurs vafa eftir að styrkja liðið í komandi verkefnum.
Blikar óska Fjollu hjartanlega til hamingu og við óskum henni góð gengis í þessu skemmtilega verkefni.

Til baka