BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fjolla Shala spilaði í sigri Kosovó

29.11.2017

Kosovó og Svartfjallaland áttust við í vináttuleik síðastliðinn sunnudag þar sem Fjolla Shala spilaði sinn fyrsta leik fyrir Kosovo.  Fjolla spilaði 60 mínútur í miðverði en þetta var fyrsti leikur Fjollu í rúmt ár en hún meiddist undir lok keppnistímabils 2016.  Frábært að hún sé aftur komin af stað.  Kosovar unnu leikinn 3-2 en þetta var fyrsti sigur þeirra frá því að þær komu fyrst saman árið 2016.  Næsta verkefni landsliðsins verður í janúar 2018 og verður spennandi að sjá hvort Fjolla tekur þátt í því verkefni en þar sem um vináttuleik var að ræða er hún ennþá einnig lögleg með Íslenska landsliðinu. 

Til baka