BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Esther Rós Arnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning

25.01.2019

Esther Rós Arnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er hún nú samningsbundin félaginu til næstu tveggja ára.

Esther Rós er 21 árs gömul og er uppalin Bliki. Hún hefur spilað 78 leiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 8 mörk. Undanfarin misseri hefur Esther stundað háskólanám í Bandaríkjunum en kemur alfarið heim í vor.

Esther á að baki 31 landsleik með yngri landsliðum Íslands og skoraði í þeim 15 mörk.

Við óskum Esther og Blikum til hamingju með samninginn

Til baka