BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Elín Helena skrifar undir samnig

22.02.2019

Elín Helena Karlsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Elín Helena sem er fædd árið 2002 er fjölhæfur leikmaður og lék oft framarlega á vellinum í yngri flokkum Breiðabliks. Í meistaraflokki og með yngri landsliðum Íslands hefur hún svo leikið sem bakvörður eða miðvörður.

Elín er nú þegar komin með góða reynslu í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur. Hún á að baki 20 leiki með meistaraflokki Augnabliks og var í lykilhlutverki í sumar þegar liðið sigraði 2.deild kvenna. Í vetur hefur hún svo æft og spilað með meistaraflokki Breiðabliks og hefur nú þegar leikið fjóra leiki. Elín Helena á að baki tvo leiki með U17 ára landsliði Íslands og fóru þeir báðir fram í vikunni sem er að líða. Miðað við frammistöðu Elínar í þessum fyrstu landsleikjum má gera ráð fyrir því að þeir verði fleiri í framtíðinni.

Við óskum Elínu og Blikum til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með þessum hæfileikaríka leikmanni í framtíðinni

Til baka