BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ekkert mark er nógu stórt!

06.07.2016

Blikastelpur tóku á móti nágrönnum sínum í HK/Víking í 8 liða úrslitum í Borgunarbikarnum í gærkveldi á Kópavogsvelli.  Byrjunarlið Blika var hefðbundið fyrir utan að Fanndís Friðriks var í leikbanni vegna Rauðs spjalds sem hún fékk í 16 liða úrslitum á móti Keflavík.  En liðið var þannig skipað:

Sonný Lára

Ásta-Guðrún-Fríða-Hallbera

Fjolla-Andrea-Rakel

Arna Dís-Esther-Svava Rós

Það er skemmst frá því að segja að yfirburðir Blika voru algerir frá fyrstu mínútu og gestirnir úr Fossvogi komust varla yfir miðju í öllum fyrri hálfleiknum,  Blikar fengu urmul marktækifæra en það gekk erfiðlega að hitta ramman og þau skot sem náðu þangað lentu flest í öruggum höndum Bjarkar Björnsdóttur markvarðar gestanna.  Það var þó á 37 mínútu leiksins að blikar náðu góðri sókn sem endaði með góðu marki frá Örnu Dís og staðan 1-0 i  hálfleik.   Í hálfleik fékk Jóhannes Karl þjálfari HK/Víkings að líta rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk við dómara leiksins og gestirnir því án aðalþjálfara síns í síðari hálfleik.

Síðari hálfleikur var spegilmynd þess fyrri.  Blikar með boltan allan tímann en ekkert gekk að koma tuðrunni framhjá Björk í markinu.  Allst áttu Blikar 25 marktilraunir í leiknum en Gestirnir enga.  Blikar fengu 19 hornspyrnur en HK eina á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir nauman sigur þá er óhætt að segja að sigurinn var í raun aldrei í hættu því  engin hætta skapaðist af gestunum nokkurn tíman í leiknum.  Og það góða við bikaleiki er að markatala skiptir ekki máli.  Sigur vannst og stelpurnar komnar í undanúrslit bikarsins.

Til baka