BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Daniela Dögg Guðnadóttir með 3 ára samning

22.12.2016

Breiðablik hefur samið við Danielu Dögg Guðnadóttur til þriggja ára

Daniela er fædd árið 2000 og hefur alist upp í Breiðablik frá unga aldri. Hún er duglegur leikmaður, býr yfir góðum hraða og getur spilað bæði í sókn og vörn.

Daniela á að baki 7 leiki með U17 ára landsliði Íslands og vann sér inn sæti í liði Augnabliks í sumar.

Blikar óska Danielu til hamingju með samninginn og vonanst eftir að hún blómstri í græna búningnum á komandi árum.

Til baka