BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik gerir samninga við þrjá unga og efnilega leikmenn

17.04.2015
Nú rétt í þessu skrifuðu þrjár knattspyrnukonur undir sína fyrstu samninga við uppeldisfélagið sitt, Breiðablik.  Þetta eru þær Selma Sól Magnúsdóttir, Sunna Baldvinsdóttir og Elena Brynjarsdóttir.  Allar hafa þær verið í Breiðablik frá unga aldri og verið lykilmenn í yngri flokkum félagsins og unnið þar ófáa titla.  Sunna er fædd árið 1997  en þær Selma Sól og Elena eru báðar fæddar árið 1998.  Selma og Elena hafa verið í U17 Landsliði Íslands, og allar hafa þær verið að koma aðeins við sögu í vetrarleikjum Breiðabliks á þessu ári.
 
Það er félaginu sérstakt gleðiefni að tilkynna um þessa samninga, við bjóðum þær velkomnar á stóra sviðið, og að sjálfsögðu væntumst við mikils af þeim í náinni framtíð hjá félaginu.

Til baka