BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik enn í efsta sæti og Berglind Björg með 100 mörk!

25.05.2018

Breiðablik situr enn í efsta sæti eftir 1-0 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli í gær. Leikurinn var ekkert sérstaklega fallegur, en Blikastelpur náðu að koma boltanum í net andstæðinga og það skilaði 3 stigum og það er það sem að telur. 

Sá merkilegi viðburður átti sér stað að Berglind Björg skoraði sitt 100 mark fyrir Breiðablik, frekar magnaður árangur það! Og þá var Alexandra Jóhanns var valinn Bliki leiksins!

Næsti leikur er á þriðjudaginn, en þá förum við í hinn vesturbæinn í Frostaskjól og spilum við KR stúlkur, svo er leikur i Bikarnum á föstudeginum, einnig við KR.

Sjáumst á vellinum 29.maí!
 Áfram Breiðablik!

-IAG

Til baka