BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik bikar­meist­ari í 12. sinn

17.08.2018

Breiðablik tryggði sér nú í kvöld bikar­meist­ara­titil kvenna í knatt­spyrnu þegar liðið hafði bet­ur gegn Stjörn­unni, 2:1, í úr­slita­leik þeirra á Laug­ar­dals­velli. Þetta er 12. bikar­meist­ara­tit­ill Breiðabliks og er nú liðið aðeins ein­um titli á eft­ir Val yfir flesta slíka í kvenna­flokki.

Leik­ur­inn var op­inn og skemmti­leg­ur og strax á sjöttu mín­útu kom fyrsta dauðfærið þegar Telma Hjaltalín Þrast­ar­dótt­ir slapp ein inn fyr­ir vörn Breiðabliks, en Sonný Lára Þrá­ins­dótt­ir í marki Blika varði glæsi­lega frá henni.

Blikar skoruðu fyrsta mark leiks­ins á 19. mín­útu og var þar að verki Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir. Eft­ir mis­tök í vörn Stjörn­unn­ar fékk Agla María Al­berts­dótt­ir bolt­ann á silf­urfati á vinstri kant­in­um, sendi hann fyr­ir þar sem Berg­lind beið átekta og skilaði hon­um í netið.

Stjörnu­kon­ur virt­ust nokkuð slegn­ar út af lag­inu við markið og Blikar náðu yf­ir­hönd­inni í leikn­um. Það skilaði þeim öðru markið á 36. mín­útu, er brotið var á Berg­lindi utan teigs. Agla María tók spyrn­una inn á markteig þar sem Guðrún Arn­ar­dótt­ir sýndi styrk sinn og skallaði í netið.

Stjarn­an vaknaði þá til lífs­ins og áður en fyrri hálfleik­ur var úti átti Meg­an Dunnig­an eft­ir að skalla í stöng­ina á marki Blika, en staðan í hálfleik var 2:0 fyr­ir Breiðablik. Í seinni hálfleik vann þá Telma Hjaltalín bolt­ann á miðjunni og vippaði að marki nán­ast á miðjum vall­ar­helm­ingi Breiðabliks. Bolt­inn sveif yfir Sonný í mark­inu þaðan sem hann fór svo í stöng­ina og inn. Ótrú­legt mark, staðan orðin 2:1 og leik­ur­inn gal­op­inn á ný.

 

Stjarn­an sótti stíft og gaf Blik­um einnig færi á að sækja. Stuttu eft­ir markið fékk Berg­lind Björg fyr­ir­gjöf inn á teig­inn og átti hún þá skot í stöng­ina, áður en Stjarn­an náði að hreinsa frá. Garðbæ­ing­ar náðu þó ekki að skora annað mark og tryggja fram­leng­ingu og fögnuðu Blikar 2:1 sigri og 12. bikar­meist­ara­tit­ill þeirra því staðreynd.

Til baka