BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar með fullt hús!

16.05.2018

Frábær byrjun Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna heldur áfram. Eftir 3:1 sigur í grannaslag við HK/Víking í gær þá eru Blikastelpur með fullt hús stiga og með flest mörk skoruð af öllum liðum eftir þrjár umferðir í deildinni.

Berglind Björg og Fjolla Shala skoruðu fyrir Blika í fyrri hálfleik, en Berglindi vantar nú aðeins eitt mark í það að rjúfa 100 marka múrinn fyrir Breiðablik.

Í uppbótartíma innsiglaði Agla María svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Selmu Sól.

Næst er það heimaleikur við ÍBV í næstu viku, miðvikudaginn 23. maí, þar sem stelpurnar ætla að halda sigurgöngunni áfram. Áfram Breiðablik!

- IAG

Til baka