BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar í 32-liða úrslit í Meistaradeild UEFA

30.08.2016

Meistaraflokkur Breiðabliks er kominn í 32-liða úrslit í Meistaradeild UEFA eftir að hafa unnið sinn riðil í Cardiff í síðustu viku. Liðið gerði 1:1 jafntefli á móti Spartak Subotica frá Serbíu, en gjörsigraði NSA Sofia frá Búlgaríu 5:0 og Cardiff Met frá Wales 8:0.

Þetta gerir 7 stig fyrir Breiðablik en Spartak Subotica vann einnig sína leiki gegn NSA Sofia og Cardiff Met þannig þannig að þessi tvö lið voru jöfn að sigum en Breiðablik með markahlutfallið 13 á móti 3 hjá Spartak Subotica. Breiðablik var því sigurvegari riðilsins en úrdráttur í 32-liða úrslitum fer fram kl. 11:30 þann 1. september.

Til baka