BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar að keppa fyrir U19 kvenna!

06.06.2018

Blikar að keppa fyrir U19  kvenna!

Fimm Blikar eru nú staddir í Póllandi þar sem leikið er í milliriðli undankeppni EM 2018. Þetta eru þær, Telma Ívarsdóttir, Kristín Dís Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, sem er fyrirliði, Sólveig Jóhannesdóttir Larsen og Guðrún Gyða Haralz.

Liðið keppti við Pólland í gær og vann Ísland leikinn 1-0.

Næsti leikur er við Noreg á föstudaginn.

ÁFRAM ÍSLAND!!

-IAG

Til baka