BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar á ferð og flugi

09.10.2019

Blikar eru á ferð og flugi með kvennalandsliðunum þessa dagana.

Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta mótsleik með A-landsliðinu í gærkvöldi og gerði sér lítið fyrir og skoraði í frábærum sigri gegn Lettlandi. Berglind Björg kom inn á í leiknum og Agla María og Ásta Eir voru einnig í landsliðshópnum. En með þeim í för var einnig aðstoðar og markmannsþjálfari Blika Ólafur Pétursson sem er markmannsþjálfari landsliðsins.

Þá var Fjolla Shala í verkefni með A-landsliði Kósóvó í undankeppni EM og spilaði í gær í sigurleik á móti Eistlandi, Kósóvó er í fjórða sæti núna með einn leik til góða. Þetta var þriðji leikur Kósóvó í riðlinum og hefur Fjolla spilað alla leikina.

Þá áttum við Blikar einnig fjóra fulltrúa í U19 ára landsliðinu, þær  Áslaugu Mundu, Hildi Þóru, Bryndísi Gunnars og Karólínu Leu en hún var einnig fyrirliði liðsins. U19 liðið hafnaði í öðru sæti riðilsins, á eftir því spænska, en bæði liðin eru þó komin áfram í milliriðla. 

Áfram Breiðablik!

Til baka