BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Birgitta Sól Eggertsdóttir með 3 ára samning

08.12.2016

Breiðablik og Birgitta Sól Eggertsdóttir hafa skrifað undir 3 ára samning, 

Birgitta er fædd 1998 og er mjög efnilegur markmaður.  Birgitta lék alla leiki í byrjunarliði Augnabliks sumarið 2016 og stóð sig með mikilli prýði. 

Hún er róleg og yfirveguð, tæknilega góð og hefur vaxið mikið við aukna ábyrgð.

Vegna frammistöðu sinnar í sumar var hún valinn í U19 ára landslið Íslands þar sem  hún spilaði sinn fyrsta leik í lok ágúst á móti Póllandi.

Við óskum Birgittu og Blikum til hamingju með samninginn

Til baka