BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Berglind með samning

08.02.2017

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert þriggja ára samning við Berglindi Baldursdóttur.  Berglind sem er á 17 ári kom til okkar í fyrra frá KA og spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með Augnblik síðasta sumar.

Hún er sóknarsinnaður miðjumaður og skoraði meðal annars tvö mörk með Augnablik í 1. deildinni í fyrra.

Hún hefur verið valin í úrtakshóp fyrir U-17 ára landslið Íslands.

Blikar óska Berglindi til hamingju með þennan áfanga og það verður gaman að fylgjast með henni á komandi misserum.

Til baka