BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Berglind Björg á leið á lán til PSV

28.01.2019

Breiðablik hefur náð samkomulagi við hollenska félagið PSV Eindhoven um að Berglind Björg Þorvaldsdóttir fari út á láni næstu þrjá mánuði. Hún mun snúa aftur til Blika fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni þann 2. maí.

 

Berglind átti frábær tímabil þegar Breiðablik varð Íslands- og bikarmeistari í fyrra. Hún skoraði 19 mörk í 18 leikjum í deildinni og varð markadrottning deildarinnar. Þá skoraði hún fjögur mörk í fjórum bikarleikjum.

 

Berglind hefur spilað 172 leiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 118 mörk. Þá á hún að baki 35 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, nú síðast gegn Skotlandi á Spáni fyrr í vikunni.

 

[url=https://www.psv.nl/vrouwen/nieuws/artikel/nieuwe-aanwinst-psv-vrouwen-berglind-thorvaldsdottir.htm?fbclid=IwAR0BvvUS2RzduzQXnhjnsrD9Z3PyCSvz-0nCJUC7ABHMrBhBKWk18fAhhvI ]https://www.psv.nl/vrouwen/nieuws/artikel/nieuwe-aanwinst-psv-vrouwen-berglind-thorvaldsdottir.htm?fbclid=IwAR0BvvUS2RzduzQXnhjnsrD9Z3PyCSvz-0nCJUC7ABHMrBhBKWk18fAhhvI [/url];

Til baka