BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir með nýjan samning.

16.11.2017
Markmaðurinn knái, Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, hefur gert nýjan samning við Breiðablik.  Samningurinn gildir út árið 2020. 
 
Ásta Vigdís kom til félagsins árið 2012 þá 16 ára gömul.  Ásta hefur spilað 20 landsleiki með U17 og U19  og var valin á dögunum í U23 landslið Íslands sem kemur saman undir lok nóvember mánaðar.  Ásta hefur öðlast dýrmæta reynslu í meistaraflokki en hún hefur spilað með ÍA, Fylki, HK/Víking og Augnablik sem lánsmaður undanfarin ár.  Alls hefur Ásta Vigdís leikið 64 meistaraflokksleiki. 
 
Breiðablik óskar Ástu Vigdísi hjartanlega til hamingju með nýja samninginn og væntum við mikils af henni í framtíðinni hjá félaginu.

Til baka