BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ásta Eir framlengir við Blika

06.01.2017

Knattspyrnukonan snjalla Ásta Eir Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks um þrjú ár.

Ásta Eir kom fyrst inn í meistaraflokkinn árið 2009 þá 16 ára gömul. Síðan þá hefur hún spilað 95 leiki fyrir Blika og skorað í þeim 8 mörk.

Ásta Eir á að baki 25 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Hún stundar nú háskólanám í Bandaríkjunum en kemur fersk til leiks í vor með Blikaliðinu.

Blikar fagna þessum samningi enda er þessi öfluga knattspyrnukona mikilvægur hlekkur í uppbyggingu Blikaliðsins á komandi árum.

Til baka