BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alexandra Jóhannsdóttir gengur til liðs við Breiðablik.

31.10.2017
Hin unga og gríðarlega efnilega, Alexandra Jóhannsdóttir, hefur gengið til liðs við Breiðablik og skrifaði í dag undir 3 ára samning við félagið.  Alexandra sem er 17 ára gömul hefur leikið með Haukum alla sína tíð og á þrátt fyrir ungan aldur 41 leik í meistaraflokki í deild og bikar. Í þessum leikjum hefur hún skorað 8 mörk.  Auk þess á Alexandra 29 landsleiki með U17 og U19  landsliðum Íslands og hefur hún þar náð að skora 10 mörk.  Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára þá hefur hún verið fyrirliði í U19 undanfarið.
 
Við Blikar viljum nota tækifærið og þakka Haukum sértaklega fyrir lipurð og skilning í tengslum við þessi vistaskipti þar sem sameiginlegir hagsmunir félaganna og leikmannsins voru hafðir að leiðarljósi og ljóst að samstarf félaganna mun í framhaldi af þessu eflast til framtíðar.
 
Blikar fagna þessum spennandi liðsauka og bjóða Alexöndru hjartanlega velkomna í Kópavoginn

Til baka