BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX deildin 2019: Víkingur R. - Breiðablik mánudagskvöld kl.19:15!

27.07.2019

Fjórtánda umferð Pepsi MAX deildar karla verður leikinn á sunnudag og mánudag. Verkefni okkar manna er að sækja 3 stig í Víkina á mánudagskvöld. Punktur! Flautað verður til leiks í Víkinni kl.19:15!

Í umfjöllun um leikinn gegn Grindavík komst tíðindamaður blikar.is svona að orði: “Það er alveg ljóst að liðinu bíður ærið verkefni eftir viku þegar við förum í heimsókn í Víkina. Ef við ætlum okkur að beita taktínni “negla fram og vona það besta” getum við alveg eins sleppt þvi að mæta nema að í liðið mæti Jóhann Risi og Hafþór Júlíus þvi varnarmenn Víkinga elska ekkert meira en að skalla boltann í burtu. Eins og deildin er að spilast erum við kannski stálheppnir að vera enn í öðru sæti og enn með möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og að sjálfsögðu Bikarnum líka. Nú þurfa allir að gíra sig upp fyrir alvöru baráttu og fara að spila af sama krafti og stuðningsmenn vita að Blikaliðið getur gert.

Blikar eru núna með 23 stig í öðru sæti eftir 13 umferðir. Hafa unnið 7 leiki, tapað 4 leikjum og gert 2 jafntefli. Nágrannar okkar í Fossvoginum er með 13 stig í tíunda sæti eftir jafn marga leiki. Hafa unnið 2 leiki, tapað 4 leikjum en gert 7 jafntefli – næst flest jafntefli í deildinni í sumar á eftir Grindvíkingum.

Sagan

Liðin hafa mæst alls 81 sinnum í opinberri keppni frá fyrsta innbyrðis leik liðanna árið 1957. Meira>

Mótsleikir:

Efsta deild – 41 leikir (13-14-14). Næst-efsta deild – 22 leikir (8-4-10). Bikarkeppni KSÍ – 10 leikir (4-2-4). Deildarblikar KSÍ – 8 leikir (6-1-1). 

Breiðabliksmenn byrjuðu að sparka í bolta árið 1957. Það ár lék liðið heila 4 mótsleiki og einn þeirra var gegn Reykjavíkur Víkingum. Leikurinn, sem fór fram á Melavellinum 17. júlí, 1957 – þá heimavöllur Víkinga - tapaðist 6:2. Meira>

Tölfræðin frá þessum fyrsta mótsleik árið 1957 er frekar jöfn. Blikar hafa unnið 31 leik, Víkingar 29, jafnteflin eru 21. Meira>

Efsta deild

Í efstu deild eru innbyrðis leikir liðanna 41. Meira> 
Víkingar leiða í efstu deild sem nemur einum sigurleik, eru með 14 sigra gegn 13 sigrum okkar manna, jafnteflin eru 14.

Efsta deild 2000 - 2019

Frá árinu 2000 hafa lið Breiðabliks og Víkings R. mæst 17 sinnum í efstu deild. Aftur er nikkuð jafnt á flestum tölum. Blikar hafa sigrað 7 viðureignir, Víkingar 5 og jafnteflin eru 5. Meira>

Innbyrðis skora liðin samtals 59 mörk í efstu deild frá árinu 2000 sem skiptast nokkuð jafnt. Blikar hafa skorað 30 mörk, Víkingar 29. Leikir liðanna eru oft miklir markaleikir. Úrslit eins og t.d. 2-6, 2-2, 4-1, 4-1, 3-1 eru oft niðurstaðan.

Síðustu 5 í Víkinni

Blikar hafa unnið í 2 síðustu viðureignir í Víkinni á síðustu 5 árum. Gera jafntefli 2015 en tapa 2014 og 2016.

2018: Blikar vinna 2:3. Blikar.is: “Góða uppskera”. Meira>

Samantekt BlikarTV frá sigurleikinn í Víkinni í fyrra:

2017: Blikar vinna 2:3. Blikar.is: “Vel þegin stig í Víkinni”. Meira>

2016: Blikar tapa 3:1. Blikar.is: “Blikar út á túni”. Meira>

2015: Jafntefli 2:2. Blikar.is: “Erfitt í Víkinni”. Meira>

2014: Blikar tapa 1:0. Visir.is: 9 Víkingar lögðu Blika af velli. Meira>

Leikmenn

Leikmannahópur Blika er nokkuð breyttur frá síðasta tímabili. Viktor Karl Einarsson kemur frá Varnamo í Svíðþjóð þar sem hann var á láni frá AZ Alkmaar. Þórir Guðjónsson kemur til okkar frá Fjölni. Kwame Quee kemur frá Víkingum í Ólafsvík en er svo lánaður til Reykjavíkur Víkinga í júlíglugganum. Guðjón Pétur Lýðsson kemur frá KA. GPL10 lék í fyrra með Íslandsmeisturum Vals. Einnig er Thomas Mikkelsen með Blikum frá fyrsta mótsleik í ár. Thomas kom til okkar í júlí-glugganum í fyrra. Rétt fyrir mót ganga Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson til liðs við Breiðablik. Höskuldur kemur á láni til okkar út keppnistímabilið frá Halmstads BK. Arnar Sveinn Geirsson kemur til okkar frá Íslandsmeisturum Vals og gerir tveggja ára samning við Breiðablik. Svo er Gísli Eyjólfsson kominn til baka eftir rúmlega hálfs árs dvöl á láni hjá sænska 1.deildarliðinu Mjallby. Að lokum þá skrifaði Aron Bjarnason á undir samning við ungverska úrvalsdeildarlið Újpest og er mættur til leiks þar.

Smella á myndina til að skoða leikmannasíðu meistaraflokks á blikar.is

Víkingsliðið er með einn lánsmann og tvo fyrrverandi Blika innan sinna raða. Árið 2017 skrifaði Gunnlaugur Hlynur Birgisson undir samning við Víking R. Fyrir mótið 2019 gerði Ágúst Hlynsson þriggja ára samning við Víkinga. Um síðust mánaðarmót var Kwame Quee lánaður til Víkings út keppnistímabilið 2019.

Leikurinn

Sjáumst í Víkinni á mánudaginn kl.19:15 og hvertjum Blikaliðið til sigurs í toppbaráttunni.

Fyrri leikur liðanna í sumar (á Fylkisvelli) fór mjög vel fyrir okkar menn eins og sjá má í þessari samantekt frá BlikarTV:

Búast má við fjölmenni á völlinn kvöld þannig að við hvetjum fólk til að mæta tímanlega eða sleppa röðinni og sækja Stubb! Stubbur auðveldar stuðningsmönnum að kaupa miða á leiki í Pepsi MAX og Inkasso deildunum, ásamt því að fylgja sínu liði. Smelltu hér til að ná í appið í dag.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka