BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX deildin 2019: Breiðablik - Valur mánuagskvöld kl.19:15

16.08.2019

Sautjánda umferð Pepsi MAX deildar karla verður leikin á sunnudag og mánudag. Við Blikar fáum Íslandsmeistarar Vals í heimsókn á Kópavogsvöll á mánudagskvöld. Flautað verður til leiks kl.19:15 á flóðlýstum Kópavogsvelli.

Eftir erfiðan undanúrslitaleik Blikamanna í Mjólkurbikarnum í Víkinni á fimmtudagskvöld ætla Blikar að snúa bökum saman í leiknum vinna Valsmenn og tryggja áfram annað sætið eftir 17 umferðir – einnig að vinna 3ja deildarleikinn í röð, en Blikar hafa unnið 2 síðustu deildarleiki: 4:0 sigur gegn KA á Kópavogsvelli 7. Ágúst og 1:2 sigur á Skagamönnum á Akranesi 11. ágúst.

Eftir rýra uppskeru í upphafi móts hafa Valsmenn verið á nokkurri hraðferð upp stigatöfluna undanfarið. Hafa náð sér í 10 af 15 mögulegum stigum í síðustu 5 leikjum, en höfðu náð sér í aðeins 4 af 15 mögulegum stigum í fyrstu 5 umferðum þegar við mættum þeim í Origo vellinum 26. maí.

Ljóst er að framundan er afar spennandi leikur á mánudaginn þar sem mikið er undir og bæði liðin munu láta sverfa til stáls.  Það er rík ástæða fyrir okkur Blika að fjölmenna á Kópavogsvöll og hvetja okkar menn til sigurs.

Fyrri leik liðanan í 6. umferð í sumar lauk með 0:1 sigri Blika í leik sem margir hafa kallað “leikur hinna glötuðu mark-tækifæra”. Það er með ólíkindum að Blikar hafi ekki skorað fleiri mörk í leiknum en markið sem Andri Rafn Yeoman gerði á 76. mín leiksins.

Klippur úr leiknum í boði BlikarTV og Stöð 2 Sport.

 

Sagan

Mótsleikir Vals og Breiðabliks í meistarflokki karla frá upphafi eru 90. Meira>

Fyrsti mótsleikur liðanna var leikur í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ á Melavellinum föstudaginn 13. ágúst 1965. Leikið var gegn B-liði Vals. Leikurinn tapaðist 3 - 1. Næsti mótsleikur liðanna var árið 1968 – og þá aftur gegn B-lið Vals í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ. Leikurinn fór fram á Melavellinum 26. júlí 1968. Blikar unnu leikinn 3-0. Meira um leikina 1965 og 1968. Mikið skorað í fyrstu mótsleikjum liðanna og tónninn gefinn fyrir framhaldið því leikir liðanna eru oft miklir markaleikir. 

Aðeins hallar á Blika í tölfræðinni. Í 90 mótsleikjum frá upphafi hafa Valsmenn sigrað 39 viðureignir, Blikar 32 og jafnteflin eru 19. Nánar> 

Efsta deild 1971-2019

Fyrstu innbyrðis leikir liðanna í efstu deild voru árið 1971. Fyrri leikurinn 1971 var heimaleikur Blika og lauk með 2-0 sigri okkar manna. Það voru þeir Guðmundur Þórðarson og Magnús Steinþórsson sem skorðu 2 fyrstu mörk Breiðabliks í efstu deild gegn Val. Seinni leikuirnn tapaðist 4:2. Um haustið 1971 áttust liðin við í 3ja sinní 8-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ. Blikar unnu Bikarleikinn 2-1. Samtals 11 mörk skoruð í þremur innbyrðisleikjum liðanna árið 1971.

Tölfræðin fellur með Val í efstu deild. Í 65 leikjum liðanna í A-deild hefur Valur sigrað 27 leiki, Blikar 24 leiki og jafnteflin eru 14.

Efsta deild 2005-2019

Blikar leiða tölfræðina frá því að bæði lið komu síðast upp úr næst efstu deild - Valur árið 2005 og Blikar árið 2006. Í 27 viðureignum liðanna frá 2005 leiða Blikar með 13 sigra gegn 8 sigrum Valsmanna. Jafnteflin eru 6.

Í 13 efstu deildar leikjum liðanna á Kópavogsvelli frá 2005 til 2018 hafa Blikar unnið 6 leiki, tapað 4 leikjum og gert 3 jafntefli.

Síðustu 5 á Kópavogsvelli

2018. 1:3  Að mæta til leiks í hálfleik

2017. 1:2  Súrt!

2016. 0:0  Hliðar saman hliðar…

2015. 1:0  Seiglusigur á Val

2014. 3:0  Baráttusigur gegn Val

Leikmenn

Tveir núverandi leikmanna Blika urðu Íslandsmeistarar með Valsmönnum síðustu 2 ár. Guðjón Pétur Lýðsson á að baki 112 meistaraflokksleiki og 27 mörk með Valsmönnum og Arnar Sveinn Geirsson 86 meistaraflokksleiki og 7 mörk.

Leikmannahópur Blika er mikið breyttur frá síðasta tímabili. Viktor Karl Einarsson kemur frá Varnamo í Svíðþjóð þar sem hann var á láni frá AZ Alkmaar. Þórir Guðjónsson kemur til okkar frá Fjölni. Kwame Quee kemur frá Víkingum í Ólafsvík en er svo lánaður til Reykjavíkur Víkinga í júlí-glugganum. Guðjón Pétur Lýðsson kemur frá KA. GPL10 lék í fyrra með Íslandsmeisturum Vals. Einnig er Thomas Mikkelsen með Blikum frá fyrsta mótsleik í ár. Thomas kom til okkar í júlí-glugganum í fyrra. Rétt fyrir mót ganga Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson til liðs við Breiðablik. Höskuldur kemur á láni til okkar út keppnistímabilið frá Halmstads BK. Arnar Sveinn Geirsson kemur til okkar frá Íslandsmeisturum Vals og gerir tveggja ára samning við Breiðablik. Svo er Gísli Eyjólfsson kominn til baka eftir rúmlega hálfs árs dvöl á láni hjá sænska 1.deildarliðinu Mjallby. Þá er Aron Bjarnason farinn til ungverska úrvalsdeildarliðsins Újpest. Og Blikinn snjalli Kolbeinn Þórðarson hefur samið við belgíska 1. deildarliðið Lommel til þriggja ára. Og rétt fyrir gluggalok kvittaði Alfons Sampsted upp á lánssamning við Breiðablik frá Norrköping út keppnistímabilið 2019. 

Leikmannahópur Breiðabliks 2019

Dagskrá

Mætum öll á Kópavogsvöll á mánudagskvöld og hvetjum okkar menn til sigurs!

Það verður kaldur í tjaldi, börger á grilli og rjúkandi kaffi. Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana. Veðurspáin fyrir Kópavogsvöll á mánudaginn er fín.

Búast má við fjölmenni á völlinn þannig að við hvetjum fólk til að mæta tímanlega.

Slepptu röðinni – sæktu Stubb! Stubbur auðveldar stuðningsmönnum að kaupa miða á leiki í Pepsi Max deildinni ásamt því að fylgja sínu liði. Smelltu hér til að ná í appið í dag.

Flautað verður til leiks á flóðlýstum Kópavogsvelli kl.19:15!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka