BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aron til Ungverjalands

08.07.2019

Aron Bjarnason hefur skrifað undir samning við ungverska úrvalsdeildarliðið Újpest. Újpest hafnaði í fimmta sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Félagið hefur alls 20 sinnum orðið ungverskur meistari og 10 sinnum bikarmeistari og er eitt af sigursælustu liðum landsins.

Aron kom til Breiðabliks frá ÍBV árið 2017 og hefur spilað 73 leiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 19 mörk.

Aron mun spila næstu leiki með Blikaliðinu áður en hann heldur til Búdapest þar sem Újpest er staðsett.

Við bíðum því með að kveðja Aron og hlökkum til að sjá hann halda áfram að hrella andstæðinga Blika í næstu leikjum.

Til baka