BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Haukar – Breiðablik í Lengjubikarnum á Ásvöllum mánudag kl.18:00

09.03.2019

Næsti leikur meistaraflokks karla er gegn Haukum í 4. umferð Lengjubikarsins 2019 á Ásvöllum í Hafnarfirði á mánudagskvöld kl. 18:00.

Blikar eru efstir í riðli 4 með fullt hús stiga eftir þrjá sigra: 3:0 sigur á Gróttumönnum í 1. Umf, 2:0 sigur á Reykjavíkur Víkingum í 2. umf og 3:4 sigur á Keflvíkingum í 3. umf. Haukamenn eru í neðsta sæti riðilsins eftir 3 leiki. Töpuðu 2:0 gegn Keflavík, 1:0 gegn Gróttu og 1:3 gegn FH-ingum sem eru í öðru sæti riðilsins með 7 stig.

Innbyrðis leikir Hauka og Breiðabliks í mótsleikjum eru 40. Blikar hafa yfirhöndina með 21 sigur gegn 12 sigrum Haukmanna. Jafnteflin eru 7.

Fyrsti mótsleikurinn var á Hvaleyrarholtsvelli í gömlu B-deildinni 28. júní 1964. Síðasti mótsleikur liðanna var í Fífunni í Deildarbikarnum 18. febrúar 2012 sem er jafnfram eina viðureign liðanna í Deildarbikar KSÍ. Haukar unnu þann leik 0:1.

Í síðustu umferð unnu Blikar sigur á Keflvíkingum í miklum markaleik í Reykjaneshöllinni. Umfjöllun um leikinn hér og mörkin hér.

Leikur Hauka og Breiðabliks verður á Ásvöllum í Hafnarfirði klukkan 18:00 á mánudaginn.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka