BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Frábær 3 stig!

21.06.2020 image

Það var líflegt í Lautinni í kvöld þar sem fram fór 2. umferð í Pepsi Max deildinni, nýja nafnið á vellinum er reyndar Würth völlurinn en það var lítill iðnaður í þessum fótbolta sem spilaður var. Karakterinn og þolinmæðin var klárlega til staðar.

Óskar og félagar hentu í eina breytingu á byrjunarliðinu en Guðjón Pétur Lýðsson kom inn fyrir Oliver sem settist á bekkinn. Nú var bara spurning hvort að hitabylgjan sem lá yfir suðvesturhorninu myndi gera það að verkjum að menn væru með sólsting?

image

Fyrstu 20 mínúturnar voru nokkuð rólegar en Fylkismenn voru óheppnir að skora ekki þegar að Sam Hewson vippaði boltanum í stöng. Blikar virtust ranka við sér þarna og fengu í kjölfarið nokkur fín færi, Fylkismenn brutu svo á Blikum við vítateigshornið. Guðjón Pétur tók spyrnuna en ekkert kom úr henni. Fylkismenn vildu fá víti eftir rúman hálftíma og það höfðu alveg rétt á því að biðja um það.

Markalaust í hálfleik og hefði bæði lið getað komið boltanum í netið í fyrri hálfleik en náðu ekki að reka smiðshöggið sem þurfti til. Líflegur og skemmtilegur leikur engu að síður. Blikar gerðu eina breytingu í hálfleik þegar Davíð Ingavarsson fór af velli fyrir Róbert Orra Þorkelsson sem kom inná í sínum fyrsta efstu deildar leik á ferlinum. Til hamingju með það Róbert Orri.

Það verður að segjast að það myndaðist pirringur hjá Blikum með dómgæsluna í leiknum á tímabili og það var vel skiljanglegt. Brot á Gísla Eyjólfssyni og Andra Yeoman þar sem leikmenn Fylkis hefði átt að fá gul spjöld áttu sinn þátt í því.

Óskar Hrafn: Þorði ekki að sleppa mér aftur:

image

Eftir rúmar 65 mínútur skoraði Höskuldur glæsilegt mark, sólstingurinn virtisti greinilega vera til staðar hjá mönnum því dómarar leiksins létu undan tuði hjá leikmönnum Fylkis og dæmdu hendi á Höskuld rúmri hálfri mínútu eftir að boltinn fór í markið og Blikar búnir að fagna. Mjög sérstakt allt saman svo ekki sé meira sagt. Áfram var staðan 0-0.

Stuttu síðar fór Guðjón af vell fyrir Oliver hjá Fylki kom Arnór Borg Gudjohnsen sem hefði getað skorað eitt af mörkum sumarsins með sinni fyrstu snertinu á vellinum en Blikar sluppu með skrekkinn.

Á 80 mínútu fengu þeir grænu hornspyrnu og hver annar en Damir Muminovic skoraði markið sem skyldi liðin að í leiknum og tryggði þessi 3 frábæru stig. Há sending frá Oliver á fjærstöngina þar sem Damir reis hæst og skallaði boltann í netið. Lokatölur 0-1 fyrir Blika!

6 stig af 6 mögulegum og hreint mark í báðum leikjum sem er frábær byrjun á þessu Íslandsmóti. Það er trú í liðinu til að að ná langt í sumar og við megum alveg gera ráð fyrir því að það verði tilfellið.

Næst er það Mjólkuribikarinn á fimmtudaginn þar sem Keflavík mætir í heimsókn.

KIG

Helgi Viðar frá BlikarTV mætti með myndavélina í Árbæinn

image

Til baka