BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi Max 2020: Fylkir - Breiðablik

20.06.2020 image

Pepsi Max deild karla 2020. Fylkir- Breiðablik á Würth-vellinum sunnudagskvöld kl. 19:15.

Eftir viku hvíld er aftur komið að leik okkar manna í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn. 

Breiðablik er áfram á toppi stigatöflunnar eftir fyrstu umferðina sem leikin var um síðustu helgi:

image

Tölfræði

Leikurinn á sunnudagskvöld er 59. mótsleikur Blikamanna gegn Fylki frá fyrsta mótsleik liðanna árið 1978.

Það stefnir í markaleik ef tekið er mið af úrslitum í mótsleikjum liðanna í fyrra þegar liðin skoruðu 20 mörk í 3 leikjum í deild og bikar.

image

Síðustu 5 í A-deild í Árbænum (smella á + eða # til að opna)

Leikmenn

Tveir leikmenn í núverandi liði Fylkismanna  hafa spilað í grænu treyjunni. Arnór Gauti Ragnarsson á 36 mótsleiki og 9 mörk að baki með Breiðabliki á árunum 2015-2019. Og markvörður Árbæjarliðsins, Aron Snær Friðriksson, var í okkur röðum árin 2015 og 2016 en flutti sig í Árbæinn fyrir keppnistímabilið 2017.

Leikmannahópur Breiðabliks 2020:

image

Leikurinn

Sjáumst öll í Árbænum á sunnudagskvöld og hvetjum okkar menn til sigurs!

Það verða þrjú hólf í stúkunni og er gengið inn í öll hólf í bakenda stúku, sér inngangur í hvert hólf (sjá mynd)

Hólf 1: Suðurendi. Stuðningsmenn Fylkis

Hólf 2: Miðja. Stuðningsmenn Fylkis

Hólf 3: Norðurendi. Stuðningsmenn Breiðabliks

Stuðningsmenn Breiðabliks fá 500 miða á leikinn og eru þeir eingöngu seldir í gegnum Stub - öryrkjar og ellilífeyrisþegar geta keypt miða á staðnum.

Hér er hægt að sækja STUBB appið Hér.

Flautað verður til leiks kl.19:15!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Til baka