BOSE mótinu i knattspyrnu. Við gerðum jafntefli…" /> BOSE mótinu i knattspyrnu. Við gerðum jafntefli…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - Víkingur R í BOSE mótinu í Egilshöll kl. 18:00 á sunnudaginn

25.11.2016

Annar leikur meistaraflokks karla á þessu undirbúningstímabili fer fram í Egilshöll í Grafarvogi á sunnudaginn kl.18.00.

Þá mætum við röndóttum Víkingum á BOSE mótinu i knattspyrnu. Við gerðum jafntefli við Fjölni í fyrsta leiknum 2:2 í fjörugum leik eins og hægt er lesa um hér.

Þetta er fyrsti leikur Víkinga í mótinu þannig að við rennum blint í sjóinn varðandi stöðuna á Fossvogsdrengjunum.Blikar hafa hins vegar verið að æfa stíft og einhver smávægileg meiðsli verið að hrjá einhverja leikmenn. En við teflum samt fram 11 öflugum einstaklingum á sunnudaginn!

Við hvetjum alla Blika sem vettlingi geta valdið til að mæta í Egilshöllina á sunnudaginn kl.18.00. Leikurinn verður í beinni á SportTV fyrir þá sem ekki geta mætt.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka