BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

BOSE mótið 2019: Breiðablik - Stjarnan á Kópavogsvelli laugardag kl.12:00

28.11.2019

Síðasti leikur okkar manna í Bose mótinu 2019 er á laugardaginn kl.12.00 á Kópavogsvelli gegn nágrönnum okkar í Stjörnunni frá Garðabæ.

Breiðablik, Valur, KA og Stjarnan eru saman í riðli 1 Bose mótinu 2019. Blikar töpuðu fyrsta leiknum gegn KA 2:3 (umfjöllun), gerðu svo 3:3 jafntefli (umfjöllun) við Valsmenn i öðrum leik og spila nú þriðja leikinn á Kópavogsvelli gegn Stjörnunni á laugardaginn kl.12:00.

Staðan í riðli 1 fyrir lokaumferðina:

Valur - 4 stig
KA - 3 stig
Stjarnan - 3 stig
Breiðablik - 1 stig

Sigurvegari riðils fer beint í í úrslitaleikinn - ekki verður spilað um önnur sæti. Blikar geta ekki unnið riðilinn en með sigri á Stjörnunni á morgun, og sigri Valsmanna á KA á Origo vellinum á morgun, er annað sætið í riðlinum tryggt. 

Smella á mynd til að sjá yfirlit innbyrðis mótsleikja Breiðabliks og Stjörnunnar frá upphafi. 

Þetta er í 5 árið sem Breiðablik tekur þátt í BOSE mótinu: 2018: Úrslitaleikur. Tap fyrir KR í vító eftir 2:2 jafntefli í venjulegum leiktíma. 2017: Úrslitaleikur. Sigur (2:0) á Stjörnunni. 2016: Sigur á Stjörnunni í vító eftir 3:3 jafntefli í venjulegum leiktíma. 2015: Tap (1:0) fyrir KR í Egilshöll.

Við hvetjum Blika til að mæta á Kópavogsvöll á laugardaginn kl.12:00.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka